Hraðinn er lykillinn að bætingu Hjörvar Ólafsson skrifar 16. júlí 2019 17:45 María Rún Gunnlaugsdóttir kom sjálfri sér skemmtilega á óvart með því að bæta sig í grindahlaupi. Fréttablaðið/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON María Rún keppti í sex greinum á Meistaramótinu um nýliðna helgi en hún vann til verðlauna í þeim öllum. Hún nældi í tvenn gullverðlaun, þrjú silfur og eitt brons. María keppti í 100 metra grindahlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, 4x400 m boðhlaupi og í kúluvarpi. Helgina fyrir Meistaramótið var hún stödd á Madeira þar sem bronsverðlaun voru niðurstaðan. María Rún var ekki hátt uppi í skýjunum þrátt fyrir þennan góða árangur undanfarnar vikur þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Hún er að sjálfsögðu sátt við árangurinn en er með báða fætur á jörðinni og veit að hún getur bætt sig enn frekar. Ísland er í annarri deild að keppa í Evrópubikar í fjölþraut þar sem María Rún varð í þriðja sæti en árangurinn hefði dugað henni til þess að lenda í fjórða sæti í fyrstu deildinni. Svo er ein önnur deild í viðbót sem er sú efsta þar sem keppnin er aðeins harðari.Kann best við mig í fjölþrautinni „Það var auðvitað frábært að næla í brons í Evrópubikarnum en það eru alltaf atriði sem maður telur að hafi geta farið betur á öllum mótum. Kannski sérstaklega þegar þú keppir í fjölþraut. Það kom mér skemmtilega á óvart að ná að bæta mig í grindahlaupi á Meistaramótinu en ég hefði viljað gera betur í langstökkinu. Þar spilaði reyndar uppsöfnuð þreyta frá keppninni á Evrópubikarnum og ferðalaginu frá Madeira inn í,“ segir María Rún í samtali við Fréttablaðið. „Það getur verið flókið að setja saman æfingaplan þegar þú vilt bæta þig í sjö greinum þannig að það er ekkert óeðlilegt að það séu alltaf einhverjar greinar sem eru lakari en aðrar. Ég er sterk í hástökki og spjótkasti og hef svo verið að fá mörg stig út úr grindahlaupinu. Svo er það auðvitað þannig að aukinn hraði kemur þér að góðum notum í öllum þeim greinum sem keppt er í í fjölþraut. Á uppbyggingartímabilinu reyni ég að skipta æfingunum upp og taka þá tvær æfingar, oftast lyftingar fyrripartinn og síðan hlaup eða tækni seinnipartinn. En á keppnistímabilinu er æfingaálagið aðeins minna. Síðan hefur grindahlaupið og hástökkið gengið best en ég tel mig geta bætt mig mest í langstökkinu,“ segir hún um stöðu mála hjá sér.Langtímamarkmið að komast á Ólympíuleika „Ég kann mjög vel við að vera í fjölþraut þar sem ég fæ að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Ég var þannig sem barn og unglingur að mig langaði að prófa allt og þetta hentar mér vel. Mér finnst hins vegar líka skemmtilegt að fara á mót þar sem ég get einbeitt mér að færri greinum eins og í Evrópukeppni landsliða sem fram undan er. Það sem er næst á dagskrá er aftur á móti bikarkeppnin hér heima og síðan er Meistaramótið í fjölþraut um miðjan ágúst,“ segir þessi fjölhæfa frjálsíþróttakona. „Það var stefnan að toppa í formi á þessum tíma og það er góð tilfinning að finna að það hafi tekist í Evrópubikarnum á Madeira og nú er verkefnið að viðhalda þessu góða formi og ná góðri endurheimt á milli verkefna. Langtímamarkmiðið hjá mér er svo að komast einhvern tímann á Ólympíuleika í fjölþraut. Það er verið að taka í gagnið þessa stundina nýtt stigakerfi hvað það varðar að komast á Ólympíuleika þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend í því á þessum tímapunkti. Það er hins vegar klárlega raunhæft markmið þó það verði klárlega erfitt,“ segir hún um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
María Rún keppti í sex greinum á Meistaramótinu um nýliðna helgi en hún vann til verðlauna í þeim öllum. Hún nældi í tvenn gullverðlaun, þrjú silfur og eitt brons. María keppti í 100 metra grindahlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, 4x400 m boðhlaupi og í kúluvarpi. Helgina fyrir Meistaramótið var hún stödd á Madeira þar sem bronsverðlaun voru niðurstaðan. María Rún var ekki hátt uppi í skýjunum þrátt fyrir þennan góða árangur undanfarnar vikur þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Hún er að sjálfsögðu sátt við árangurinn en er með báða fætur á jörðinni og veit að hún getur bætt sig enn frekar. Ísland er í annarri deild að keppa í Evrópubikar í fjölþraut þar sem María Rún varð í þriðja sæti en árangurinn hefði dugað henni til þess að lenda í fjórða sæti í fyrstu deildinni. Svo er ein önnur deild í viðbót sem er sú efsta þar sem keppnin er aðeins harðari.Kann best við mig í fjölþrautinni „Það var auðvitað frábært að næla í brons í Evrópubikarnum en það eru alltaf atriði sem maður telur að hafi geta farið betur á öllum mótum. Kannski sérstaklega þegar þú keppir í fjölþraut. Það kom mér skemmtilega á óvart að ná að bæta mig í grindahlaupi á Meistaramótinu en ég hefði viljað gera betur í langstökkinu. Þar spilaði reyndar uppsöfnuð þreyta frá keppninni á Evrópubikarnum og ferðalaginu frá Madeira inn í,“ segir María Rún í samtali við Fréttablaðið. „Það getur verið flókið að setja saman æfingaplan þegar þú vilt bæta þig í sjö greinum þannig að það er ekkert óeðlilegt að það séu alltaf einhverjar greinar sem eru lakari en aðrar. Ég er sterk í hástökki og spjótkasti og hef svo verið að fá mörg stig út úr grindahlaupinu. Svo er það auðvitað þannig að aukinn hraði kemur þér að góðum notum í öllum þeim greinum sem keppt er í í fjölþraut. Á uppbyggingartímabilinu reyni ég að skipta æfingunum upp og taka þá tvær æfingar, oftast lyftingar fyrripartinn og síðan hlaup eða tækni seinnipartinn. En á keppnistímabilinu er æfingaálagið aðeins minna. Síðan hefur grindahlaupið og hástökkið gengið best en ég tel mig geta bætt mig mest í langstökkinu,“ segir hún um stöðu mála hjá sér.Langtímamarkmið að komast á Ólympíuleika „Ég kann mjög vel við að vera í fjölþraut þar sem ég fæ að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Ég var þannig sem barn og unglingur að mig langaði að prófa allt og þetta hentar mér vel. Mér finnst hins vegar líka skemmtilegt að fara á mót þar sem ég get einbeitt mér að færri greinum eins og í Evrópukeppni landsliða sem fram undan er. Það sem er næst á dagskrá er aftur á móti bikarkeppnin hér heima og síðan er Meistaramótið í fjölþraut um miðjan ágúst,“ segir þessi fjölhæfa frjálsíþróttakona. „Það var stefnan að toppa í formi á þessum tíma og það er góð tilfinning að finna að það hafi tekist í Evrópubikarnum á Madeira og nú er verkefnið að viðhalda þessu góða formi og ná góðri endurheimt á milli verkefna. Langtímamarkmiðið hjá mér er svo að komast einhvern tímann á Ólympíuleika í fjölþraut. Það er verið að taka í gagnið þessa stundina nýtt stigakerfi hvað það varðar að komast á Ólympíuleika þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend í því á þessum tímapunkti. Það er hins vegar klárlega raunhæft markmið þó það verði klárlega erfitt,“ segir hún um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn