Maasai fólkið í Ngorongoro gígnum Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 09:00 Undanfarin sjö ár hefur Kristján ljósmyndað ólíka þjóðflokka og hópa. Í dag 29. júní opnar Kristján Maack ljósmyndari sýninguna „Nomad“ í Ramskram sýningarrýminu að Njálsgötu 49 í Reykjavík. Þar gefur að líta myndir sem Kristján tók af af Maasai fólkinu í Ngorongoro gígnum í Tansaníu. Heiti sýningarinnar, Nomad, vísar til Maasai sem hirðingja. Þeir eru taldir eiga uppruna sinn á Nílar-svæðinu í Afríku eða Suður-Súdan. Þaðan fluttust þeir búferlum og urðu ráðandi íbúar á stóru svæði í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku, sem liggur í gegnum Kenýa og Tansaníu. Maasai-menn telja um milljón manns. Kristján segir þetta vera hluta af víðtækara ljósmyndaverkefni. Undanfarin sjö ár hefur hann hefur ferðast víða um heim og myndað ólíka þjóðflokka og þjóðernishópa í þeim tilgangi að varpa ljósi á menningararfleið þeirra. Þessi menningarbrot eru áhugaverð sem og fjölbreytileiki lifnaðarhátta þeirra, séreinkenni og barráttan við að viðhalda arfleiðinni. „Það sem dregur mig áfram við mynda þjóðflokka líkt og Maasai fólkið, Himalayjiskra munka og bedúinskra hirðingja norður Afríku er fyrst og fremst hvað það er fallegt og myndrænt í umhverfi sínu og siðum,“segir Kristján. Hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort viðfangsefnið rati í bók eða sérsýningar. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Maasai fólkið sem ég heimsótti í Ngorongoro gígnum ekki ólíkt íslenskum bændum í íslenskum sveitum sem bjóða ferðafólki heim á bæ sinn til að sýna gamla arfleið og lifnaðarhætti dagsins í dag. Bæði íslenski bóndinn og Maasai hirðmaðurinn eru í ferðaþjónustu hver á sinn hátt. Breyttir tímar kalla á nýjar aðferðir við að afla lífsviðurværis,“ segir Kristján. „Ég hef ferðast víða um heim og kynnst ýmsum hirðingjahópum, allir eiga það sameiginlegt að halda fast í fornar siðvenjur og eru að kljást við það að viðhalda þeim í nútíma þjóðfélagi.“ Kristján vonast til þess að sýningin hvetja sem flesta til að opna hug sinn og sjá veröldina í sem víðustu ljósi. Rakel Pálsdóttir, mannfræðingur segir að Maasai fólkið sé að upplifa miklar menningarlegar breytingar og hafi á skömmum tíma þurft að aðlagast nýjum félagslegum, pólitískum, efnahagslegum, trúarlegum og umhverfislegum aðstæðum. Um leið berst það fyrir því að halda í fornar hefðir, trú og gildi. „Á nýlendutímanum í Kenýa var mikið af landi Maasai tekið af þeim og meðal annars lagt undir búgarða og verndarsvæði. Þannig hefur þrengt að þeim sem gerir að verkum að fleiri og fleiri hverfa að hluta eða alfarið frá hjarðmennskunni,“ segir Rakel. Hún segir að í seinni tíð hafi stjórnvöld lagt bann við mörgum hefðum Maasai. „Maasai hafa veitt þessum breytingum nokkra mótspyrnu og virða til að mynda að vettugi tilmæli stjórnvalda um að beita nautgripum sínum á ákveðin svæði. Þessi andspyrna hefur átt sinn þátt í að skapa rómantíska mynd af Maasai sem ósnortnu samfélagi.“ Þessar öru breytingar hafa haft mikil áhrif á lifnaðarhætti Maasai. Þeim reynist sífellt erfiðara að finna jafnvægið milli hefðbundinna lifnaðarhátta hjarðmennskunnar og meira félagslega viðurkennds lífstíls í hinu vestræna alþjóðasamfélagi. Margir Maasai hafa sest að í eða við borgirnar og eru farnir að stunda búskap eða aðra atvinnu meðfram hjarðmennskunni. Þá hafa Maasai nýtt sér áhuga ferðamanna sem sjá þá sem holdgervingu hinnar „raunverulegu“ Afríku, álfu sem er gersneydd tækni, ættbálkar búa í leirkofum og eyða dögunum við veiðar og hjarðmennsku í sátt við umhverfi sitt. Margir ættbálkar og þorp bjóða ferðamenn velkomna að fylgjast með hluta af athöfnum daglegs lífs gegn gjaldi og taka þannig virkan þátt í túrisma svæðisins. Það eru ekki síst þessar andstæður, gamli og nýi tíminn, sem hafa heillað Kristján Maack ljósmyndara. Hvernig yngri kynslóðum Maasai tekst að varðveita fornar hefðir, siði og venjur, en um leið aðlagast heimi sem krefst þess í vaxandi mæli að þeir breyti lífsháttum sínum. Þetta samspil hins nýja og hins gamla ásamt litadýrð, fallegu handverki og táknrænum athöfnum eru myndrænn fjársjóður sem næmt auga ljósmyndarans fangar á filmu. Kristján Maack lauk ljósmyndanámi frá Brooks Institute of Photography í Santa Barabara Californiu 1993 og hefur síðan starfað við ljósmyndun og myndað fyrir fyrirtæki, auglýsingastofur og útgáfufyrirtæki á Íslandi og víðar. Sérsvið hans er auglýsingaljósmyndun. Kristján hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hér heima og erlendis meðal annars Ljósmyndarafélags Íslands, og samsýningu norrænna ljósmyndara við opnun norrænu sendiráðanna í Berlin árið 2000. Nomad er fyrsta einkasýning Kristjáns. Ljósmyndasýning Kristjáns í Ramskram er opin um helgar milli 14 – 17 fram að 28. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Í dag 29. júní opnar Kristján Maack ljósmyndari sýninguna „Nomad“ í Ramskram sýningarrýminu að Njálsgötu 49 í Reykjavík. Þar gefur að líta myndir sem Kristján tók af af Maasai fólkinu í Ngorongoro gígnum í Tansaníu. Heiti sýningarinnar, Nomad, vísar til Maasai sem hirðingja. Þeir eru taldir eiga uppruna sinn á Nílar-svæðinu í Afríku eða Suður-Súdan. Þaðan fluttust þeir búferlum og urðu ráðandi íbúar á stóru svæði í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku, sem liggur í gegnum Kenýa og Tansaníu. Maasai-menn telja um milljón manns. Kristján segir þetta vera hluta af víðtækara ljósmyndaverkefni. Undanfarin sjö ár hefur hann hefur ferðast víða um heim og myndað ólíka þjóðflokka og þjóðernishópa í þeim tilgangi að varpa ljósi á menningararfleið þeirra. Þessi menningarbrot eru áhugaverð sem og fjölbreytileiki lifnaðarhátta þeirra, séreinkenni og barráttan við að viðhalda arfleiðinni. „Það sem dregur mig áfram við mynda þjóðflokka líkt og Maasai fólkið, Himalayjiskra munka og bedúinskra hirðingja norður Afríku er fyrst og fremst hvað það er fallegt og myndrænt í umhverfi sínu og siðum,“segir Kristján. Hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort viðfangsefnið rati í bók eða sérsýningar. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Maasai fólkið sem ég heimsótti í Ngorongoro gígnum ekki ólíkt íslenskum bændum í íslenskum sveitum sem bjóða ferðafólki heim á bæ sinn til að sýna gamla arfleið og lifnaðarhætti dagsins í dag. Bæði íslenski bóndinn og Maasai hirðmaðurinn eru í ferðaþjónustu hver á sinn hátt. Breyttir tímar kalla á nýjar aðferðir við að afla lífsviðurværis,“ segir Kristján. „Ég hef ferðast víða um heim og kynnst ýmsum hirðingjahópum, allir eiga það sameiginlegt að halda fast í fornar siðvenjur og eru að kljást við það að viðhalda þeim í nútíma þjóðfélagi.“ Kristján vonast til þess að sýningin hvetja sem flesta til að opna hug sinn og sjá veröldina í sem víðustu ljósi. Rakel Pálsdóttir, mannfræðingur segir að Maasai fólkið sé að upplifa miklar menningarlegar breytingar og hafi á skömmum tíma þurft að aðlagast nýjum félagslegum, pólitískum, efnahagslegum, trúarlegum og umhverfislegum aðstæðum. Um leið berst það fyrir því að halda í fornar hefðir, trú og gildi. „Á nýlendutímanum í Kenýa var mikið af landi Maasai tekið af þeim og meðal annars lagt undir búgarða og verndarsvæði. Þannig hefur þrengt að þeim sem gerir að verkum að fleiri og fleiri hverfa að hluta eða alfarið frá hjarðmennskunni,“ segir Rakel. Hún segir að í seinni tíð hafi stjórnvöld lagt bann við mörgum hefðum Maasai. „Maasai hafa veitt þessum breytingum nokkra mótspyrnu og virða til að mynda að vettugi tilmæli stjórnvalda um að beita nautgripum sínum á ákveðin svæði. Þessi andspyrna hefur átt sinn þátt í að skapa rómantíska mynd af Maasai sem ósnortnu samfélagi.“ Þessar öru breytingar hafa haft mikil áhrif á lifnaðarhætti Maasai. Þeim reynist sífellt erfiðara að finna jafnvægið milli hefðbundinna lifnaðarhátta hjarðmennskunnar og meira félagslega viðurkennds lífstíls í hinu vestræna alþjóðasamfélagi. Margir Maasai hafa sest að í eða við borgirnar og eru farnir að stunda búskap eða aðra atvinnu meðfram hjarðmennskunni. Þá hafa Maasai nýtt sér áhuga ferðamanna sem sjá þá sem holdgervingu hinnar „raunverulegu“ Afríku, álfu sem er gersneydd tækni, ættbálkar búa í leirkofum og eyða dögunum við veiðar og hjarðmennsku í sátt við umhverfi sitt. Margir ættbálkar og þorp bjóða ferðamenn velkomna að fylgjast með hluta af athöfnum daglegs lífs gegn gjaldi og taka þannig virkan þátt í túrisma svæðisins. Það eru ekki síst þessar andstæður, gamli og nýi tíminn, sem hafa heillað Kristján Maack ljósmyndara. Hvernig yngri kynslóðum Maasai tekst að varðveita fornar hefðir, siði og venjur, en um leið aðlagast heimi sem krefst þess í vaxandi mæli að þeir breyti lífsháttum sínum. Þetta samspil hins nýja og hins gamla ásamt litadýrð, fallegu handverki og táknrænum athöfnum eru myndrænn fjársjóður sem næmt auga ljósmyndarans fangar á filmu. Kristján Maack lauk ljósmyndanámi frá Brooks Institute of Photography í Santa Barabara Californiu 1993 og hefur síðan starfað við ljósmyndun og myndað fyrir fyrirtæki, auglýsingastofur og útgáfufyrirtæki á Íslandi og víðar. Sérsvið hans er auglýsingaljósmyndun. Kristján hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hér heima og erlendis meðal annars Ljósmyndarafélags Íslands, og samsýningu norrænna ljósmyndara við opnun norrænu sendiráðanna í Berlin árið 2000. Nomad er fyrsta einkasýning Kristjáns. Ljósmyndasýning Kristjáns í Ramskram er opin um helgar milli 14 – 17 fram að 28. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira