Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2019 12:15 Frans Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB frá 2014. Útlit er fyrir að áform um að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar nái ekki fram að ganga. Vísir/EPA Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út. Evrópusambandið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út.
Evrópusambandið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent