Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:15 Ríkið kaupið auglýsingar og kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum í síauknum mæli. Fréttablaðið/Ernir Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira