Flestir styðja aukið eftirlit Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 06:15 Mun fleiri eru hlynntir fleiri eftirlitsmyndavélum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira