Hope Solo segir þetta vera besta tækifæri ensku stelpnanna til að vinna bandaríska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 15:15 Hope Solo fylgist með HM í Frakklandi. Getty/Alex Grimm Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira