Stefna ráðuneyti og skattinum um skattskýrslur Trump forseta Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 16:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, (t.v:) er á meðal þeirra sem stefna þingnefndarinnar er stíluð á. Vísir/EPA Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg. Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10