Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2019 18:44 Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45