ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með ræktun á skelfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 08:52 Tilgangur úttektar ESA var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi. Fréttablaðið/Anton Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST. Sjávarútvegur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST.
Sjávarútvegur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira