Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:49 Verði tillögur MAST að veruleika þurfa innfluttir hundar að dvelja í sóttkví í tvær vikur en ekki fjórar eins og verið hefur. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar
Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira