Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:49 Verði tillögur MAST að veruleika þurfa innfluttir hundar að dvelja í sóttkví í tvær vikur en ekki fjórar eins og verið hefur. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar
Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira