Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:49 Verði tillögur MAST að veruleika þurfa innfluttir hundar að dvelja í sóttkví í tvær vikur en ekki fjórar eins og verið hefur. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar
Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira