Samstarf Andy og Serenu hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 13:30 Andy Murray og Serena Williams. Getty/ Bob Martin Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð. Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð.
Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira