Jarðskjálftinn í Kaliforníu sá stærsti í aldarfjórðung Vésteinn Örn Pétursson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 5. júlí 2019 10:22 Sprungur eru í mörgum vegum á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir. Dæmi eru um að heilu vegirnir hafi farið í sundur. Matt Hartman/AP Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52