Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 19:02 Fiskistofa gerði meðal annars athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðar sínar fyrir síðasta veiðitímabil. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49