Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júlí 2019 09:30 Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viðurlög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. Nordicphotos/Getty Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira