Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24
Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43