Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 22:30 Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira