Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 22:30 Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Veður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira