Bandaríkin vann Holland 2-0 í úrslitaleik mótsins sem fór fram í Lyon í dag en þar skoraði Rapinoe fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu.
Hún fær þar af leiðandi Gullboltann sem besti leikmaður mótsins en hún fór á kostum í mótinu. Lucy Bronze úr enska liðinu var í öðru sætinu og Rose Lavelle, samherji Rapinoe, var í því þriðja.
adidas Golden Ball:
Megan RAPINOE - #USA
Lucy BRONZE - #ENG
Rose LAVELLE - #USA#FIFAWWCpic.twitter.com/ayJjnfGR1d
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 7, 2019
Rapinoe var eins og áður segir einnig markahæsti leikmaður mótsins. Hún skoraði sex mörk, eins og Alex Morgan, en spilaði færri mínútur en Morgan og fær því gullskóinn.
Morgan tekur silfurskóinn og sú þriðja markahæsta var Ellen White úr enska landsliðinu. Tvö mörk voru einnig dæmd af Ellen eftir skoðun í VARsjá í mótinu en hún endar með fimm mörk.
adidas Golden Boot:
Megan RAPINOE - #USA
Alex MORGAN - #USA
Ellen WHITE - #ENG#FIFAWWCpic.twitter.com/B6eBn2n3iq
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 7, 2019
Rapinoe hefur staðið í ströngu á meðan mótinu stendur og einnig verið dugleg að láta Bandaríkjaforseta, Donald Trump, heyra það.
Hún sagðist meðal annars ekki ætla að heimsækja Trump verði liðinu boðið þangað vegna gullsins, en það er venjan í Bandaríkjunum að vinni landslið þjóðarinnar til gullverðlauna, heimsæki þau Hvíta húsið.