Segir málefni barna ekki í forgangi hjá meirihlutanum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 22:05 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira