Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. júlí 2019 07:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. Því hefur löngum verið haldið fram að á Íslandi sé til næg raforka. En breytingar í samfélaginu hafa áhrif á notkunina. „Ný tækni og aukin tækjanotkun hafa einnig áhrif. Öll sjálfvirkni er í raun keyrð á rafmagni,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Þrjú ár eru ekki langur tími. Sérstaklega í ljósi þess að þær nýju virkjanir sem bætast við á næstu árum eru smáar í sniðum. Oftast tekur um sjö til fimmtán ár að koma upp stórri vatnsaflsvirkjun. Guðmundur segir að hægt sé að koma upp vindorkuverum á skemmri tíma en þau séu háð veðri. „Ef við lendum í aflskorti þá eru teknar ákvarðanir um hvar þurfi að skera tímabundið á raforku og á hvaða tímum. Það verður þá á þeim tíma þar sem notkunin er mest,“ segir Guðmundir Ingi. Að sögn Guðmundar Inga yrði orka þá skorin niður á daginn, og ákveða þyrfti hvort það yrði hjá fyrirtækjum eða einstaklingum. Einnig á hvaða svæðum. „Það ber ekkert fyrirtæki ábyrgð á að hér sé til næg raforka. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum í landinu hverju sinni. Við höfum komið þessum skilaboðum til stjórnvalda og teljum að á það sé hlustað,“ segir forstjóri Landnets. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. Því hefur löngum verið haldið fram að á Íslandi sé til næg raforka. En breytingar í samfélaginu hafa áhrif á notkunina. „Ný tækni og aukin tækjanotkun hafa einnig áhrif. Öll sjálfvirkni er í raun keyrð á rafmagni,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Þrjú ár eru ekki langur tími. Sérstaklega í ljósi þess að þær nýju virkjanir sem bætast við á næstu árum eru smáar í sniðum. Oftast tekur um sjö til fimmtán ár að koma upp stórri vatnsaflsvirkjun. Guðmundur segir að hægt sé að koma upp vindorkuverum á skemmri tíma en þau séu háð veðri. „Ef við lendum í aflskorti þá eru teknar ákvarðanir um hvar þurfi að skera tímabundið á raforku og á hvaða tímum. Það verður þá á þeim tíma þar sem notkunin er mest,“ segir Guðmundir Ingi. Að sögn Guðmundar Inga yrði orka þá skorin niður á daginn, og ákveða þyrfti hvort það yrði hjá fyrirtækjum eða einstaklingum. Einnig á hvaða svæðum. „Það ber ekkert fyrirtæki ábyrgð á að hér sé til næg raforka. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum í landinu hverju sinni. Við höfum komið þessum skilaboðum til stjórnvalda og teljum að á það sé hlustað,“ segir forstjóri Landnets.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira