Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00