Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 19:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30