Fjöldi reglugerða margfaldast Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþingi hefur samþykkt fjölda nýrra reglugerða á síðustu árum og áratugum. Fréttablaðið/GVA „Það vekur furðu að undanfarinn áratug hefur fjöldi breytinga á reglugerðum margfaldast samanborið við síðustu tíu ár á undan,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Þeim fjölgaði frá því að vera þriðja hvern dag í að vera næstum alla daga ársins. Og það er ekki tekið helgarfrí í þessari talningu. Þetta felur í sér að erfitt getur reynst fyrir fólk og fyrirtæki að fylgjast með þeim breytingum sem verða á starfsumhverfinu,“ segir hann og nefnir að í ofanálag sé erfitt að kynna sér reglubreytingar, framsetning þeirra sé óskýr. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að Ísland sé að meðaltali með mest íþyngjandi regluverk OECD-ríkjanna á sviði þjónustugreina en Mexíkó, Tyrkland og Brasilía raða sér í sætin fyrir neðan. „Ef litið er til útkomu í einstökum atvinnugreinum er Ísland í 1. sæti yfir mest íþyngjandi regluverkið í sjö atvinnugreinum og er í mesta lagi í 13. sæti af 36 aðildarríkjum OECD.“Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri segir að mikilvægt sé að gæta hófs við reglusetningu. Þungt regluverk dragi úr hagvexti og óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófsemi til að auðveldara sé að fara eftir þeim. „Auk þess eru íslensk fyrirtæki að keppa alþjóðlega og þyngra regluverk gerir þeim erfiðara fyrir,“ segir hann. Í skýrslu Viðskiptaráðs segir að OECD hafi áætlað að með því að létta reglubyrði innan Evrópusambandsins um fjórðung aukist landsframleiðsla um 1,7 prósent og með sama móti náist 1,5 prósentum meiri framleiðni vinnuafls. „Þá er talið að 20 prósenta lækkun kostnaðar við eftirfylgni geti aukið verga landsframleiðslu um 1,3 prósent.“ Gunnar Dofri vekur athygli á að EES-reglur hafi verið innleiddar með óþarflega íþyngjandi hætti. „Það er heimasmíðaður vandi.“ Í úttekt forsætisráðuneytisins frá árinu 2016 kom fram að íslensk stjórnvöld ákváðu í þriðjungi tilfella að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Gunnar Dofri nefnir sem dæmi að örfyrirtæki megi skila gögnum til Ríkisskattstjóra með einfaldari hætti en ella. Nema hvað á Íslandi verði örfyrirtæki að hafa færri en þrjá starfsmenn en í flestum öðrum ríkjum sé miðað við tíu starfsmenn eða færri. „Þessi ákvörðun var ekki rökstudd sérstaklega,“ segir hann. Viðskiptaráð segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá téðri úttekt og að stjórnvöld hafi ætlað að bæta úr vandanum, sé enn að finna mörg dæmi á síðustu tveimur árum um að innleiðing EES-reglna fari fram með óþarflega íþyngjandi hætti. „Stjórnvöld nýta þannig ekki þær undanþágur sem eru í boði í viðeigandi tilskipunum og reglugerðum atvinnulífinu til hagsbóta.“Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar vegna íþyngjandi leikreglna. Í skýrslunni segir að lítil og meðalstór fyrirtæki búi yfir minni fjárhagslegum styrk og sérfræðiþekkingu til að ráða fram úr þungu og flóknu regluverki. Hlutfallslegur kostnaður á hvern starfsmann í fjölmennu fyrirtæki, það er yfir 250 starfsmenn, af því að framfylgja regluverki er einungis um 10-15 prósent af kostnaði lítils fyrirtækis, sem er með færri en tíu starfsmenn. Aðstöðumunurinn hafi neikvæð áhrif á samkeppni og nýsköpun. Viðskiptaráð segir að stærsta tækifærið til úrbóta felist í að vinda ofan af þeirri hvimleiðu hefð að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er. Nýta ætti heimildir til undanþágu frá reglugerðum ESB til að tryggja að tilskipanir og reglugerðir EES-samningsins séu innleiddar með sem minnst íþyngjandi hætti. Þá ætti að forðast að innleiða séríslensk ákvæði sem leggja meira íþyngjandi skyldur á íslensk fyrirtæki heldur en fyrirtæki í nágrannalöndunum búa við. Gunnar Dofri segir að einfalda megi regluverkið til dæmis með því að fækka tilvikum þar sem sækja þarf um leyfi stjórnvalda til að hefja atvinnurekstur. Skynsamlegt væri að afnema fyrirkomulagið eða það væri nóg að tilkynna stjórnvöldum að atvinnustarfsemin væri hafin. „Í stjórnarsáttmála segir að átak verði gert í einföldun regluverks. En eins og við vitum eru átök í ræktinni ekki vænleg til árangurs. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf holla reglusetningu og sveigjanleika,“ segir Gunnar Dofri. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Markaðir Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Það vekur furðu að undanfarinn áratug hefur fjöldi breytinga á reglugerðum margfaldast samanborið við síðustu tíu ár á undan,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Þeim fjölgaði frá því að vera þriðja hvern dag í að vera næstum alla daga ársins. Og það er ekki tekið helgarfrí í þessari talningu. Þetta felur í sér að erfitt getur reynst fyrir fólk og fyrirtæki að fylgjast með þeim breytingum sem verða á starfsumhverfinu,“ segir hann og nefnir að í ofanálag sé erfitt að kynna sér reglubreytingar, framsetning þeirra sé óskýr. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að Ísland sé að meðaltali með mest íþyngjandi regluverk OECD-ríkjanna á sviði þjónustugreina en Mexíkó, Tyrkland og Brasilía raða sér í sætin fyrir neðan. „Ef litið er til útkomu í einstökum atvinnugreinum er Ísland í 1. sæti yfir mest íþyngjandi regluverkið í sjö atvinnugreinum og er í mesta lagi í 13. sæti af 36 aðildarríkjum OECD.“Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri segir að mikilvægt sé að gæta hófs við reglusetningu. Þungt regluverk dragi úr hagvexti og óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófsemi til að auðveldara sé að fara eftir þeim. „Auk þess eru íslensk fyrirtæki að keppa alþjóðlega og þyngra regluverk gerir þeim erfiðara fyrir,“ segir hann. Í skýrslu Viðskiptaráðs segir að OECD hafi áætlað að með því að létta reglubyrði innan Evrópusambandsins um fjórðung aukist landsframleiðsla um 1,7 prósent og með sama móti náist 1,5 prósentum meiri framleiðni vinnuafls. „Þá er talið að 20 prósenta lækkun kostnaðar við eftirfylgni geti aukið verga landsframleiðslu um 1,3 prósent.“ Gunnar Dofri vekur athygli á að EES-reglur hafi verið innleiddar með óþarflega íþyngjandi hætti. „Það er heimasmíðaður vandi.“ Í úttekt forsætisráðuneytisins frá árinu 2016 kom fram að íslensk stjórnvöld ákváðu í þriðjungi tilfella að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Gunnar Dofri nefnir sem dæmi að örfyrirtæki megi skila gögnum til Ríkisskattstjóra með einfaldari hætti en ella. Nema hvað á Íslandi verði örfyrirtæki að hafa færri en þrjá starfsmenn en í flestum öðrum ríkjum sé miðað við tíu starfsmenn eða færri. „Þessi ákvörðun var ekki rökstudd sérstaklega,“ segir hann. Viðskiptaráð segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá téðri úttekt og að stjórnvöld hafi ætlað að bæta úr vandanum, sé enn að finna mörg dæmi á síðustu tveimur árum um að innleiðing EES-reglna fari fram með óþarflega íþyngjandi hætti. „Stjórnvöld nýta þannig ekki þær undanþágur sem eru í boði í viðeigandi tilskipunum og reglugerðum atvinnulífinu til hagsbóta.“Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar vegna íþyngjandi leikreglna. Í skýrslunni segir að lítil og meðalstór fyrirtæki búi yfir minni fjárhagslegum styrk og sérfræðiþekkingu til að ráða fram úr þungu og flóknu regluverki. Hlutfallslegur kostnaður á hvern starfsmann í fjölmennu fyrirtæki, það er yfir 250 starfsmenn, af því að framfylgja regluverki er einungis um 10-15 prósent af kostnaði lítils fyrirtækis, sem er með færri en tíu starfsmenn. Aðstöðumunurinn hafi neikvæð áhrif á samkeppni og nýsköpun. Viðskiptaráð segir að stærsta tækifærið til úrbóta felist í að vinda ofan af þeirri hvimleiðu hefð að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er. Nýta ætti heimildir til undanþágu frá reglugerðum ESB til að tryggja að tilskipanir og reglugerðir EES-samningsins séu innleiddar með sem minnst íþyngjandi hætti. Þá ætti að forðast að innleiða séríslensk ákvæði sem leggja meira íþyngjandi skyldur á íslensk fyrirtæki heldur en fyrirtæki í nágrannalöndunum búa við. Gunnar Dofri segir að einfalda megi regluverkið til dæmis með því að fækka tilvikum þar sem sækja þarf um leyfi stjórnvalda til að hefja atvinnurekstur. Skynsamlegt væri að afnema fyrirkomulagið eða það væri nóg að tilkynna stjórnvöldum að atvinnustarfsemin væri hafin. „Í stjórnarsáttmála segir að átak verði gert í einföldun regluverks. En eins og við vitum eru átök í ræktinni ekki vænleg til árangurs. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf holla reglusetningu og sveigjanleika,“ segir Gunnar Dofri.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Markaðir Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira