Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 10:47 Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32