Sjálfsvígssveifla með Singapore Sling Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. júní 2019 12:09 Stilla úr myndbandinu við Suicide Twist skjáskot Níhílíska skynvillurokksveitin Singapore Sling gefur út plötuna Killer Classics 15. ágúst næstkomandi.Henrik Baldvin er einnig meðlimur hljómsveitanna Hank & Tank og Dead Skeletons.aðsendÍ dag sendir sveitin frá sér fyrstu smáskífu plötunnar, Suicide Twist, ásamt meðfylgjandi myndbandi sem leikstýrt var af Henriki Baldvini Björnssyni og Heiðu Jónsdóttur. Henrik Baldvin hefur farið fyrir sveitinni frá stofnun hennar um aldamótin. Alla tíð hefur sveitin haldið sig á hliðarlínunni innan íslensku tónlistarsenunnar og spilað töffararokk með mismunandi blæbrigðum á meðan tískustraumar og stefnur þjóta hjá. Killer Classics er tíunda breiðskífa sveitarinnar og kemur út hjá Öldu Music, en síðustu fjórar plötur sveitarinnar hafa verið gefnar út af bresku útgáfunni Fuzz Club. Nafn sveitarinnar er ekki vísun til kokteilsins heldur til grískrar kvikmyndar sem ber sama nafn. Meðlimir sveitarinnar höfðu þó ekki séð myndina þegar þeir völdu nafnið. Myndbandið við Suicide Twist má sjá hér að neðan.Og hér ber að líta umslag plötunnar Killer Classics. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Níhílíska skynvillurokksveitin Singapore Sling gefur út plötuna Killer Classics 15. ágúst næstkomandi.Henrik Baldvin er einnig meðlimur hljómsveitanna Hank & Tank og Dead Skeletons.aðsendÍ dag sendir sveitin frá sér fyrstu smáskífu plötunnar, Suicide Twist, ásamt meðfylgjandi myndbandi sem leikstýrt var af Henriki Baldvini Björnssyni og Heiðu Jónsdóttur. Henrik Baldvin hefur farið fyrir sveitinni frá stofnun hennar um aldamótin. Alla tíð hefur sveitin haldið sig á hliðarlínunni innan íslensku tónlistarsenunnar og spilað töffararokk með mismunandi blæbrigðum á meðan tískustraumar og stefnur þjóta hjá. Killer Classics er tíunda breiðskífa sveitarinnar og kemur út hjá Öldu Music, en síðustu fjórar plötur sveitarinnar hafa verið gefnar út af bresku útgáfunni Fuzz Club. Nafn sveitarinnar er ekki vísun til kokteilsins heldur til grískrar kvikmyndar sem ber sama nafn. Meðlimir sveitarinnar höfðu þó ekki séð myndina þegar þeir völdu nafnið. Myndbandið við Suicide Twist má sjá hér að neðan.Og hér ber að líta umslag plötunnar Killer Classics.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira