„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2019 16:04 Ásakanir gengu á víxl á lokadegi þingsins. Vísir/Vilhelm Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif. Í nefndarálitinu kom fram sýn Samfylkingarinnar til fjármálaáætlunar frá árinu 2020-2024. Þingflokkurinn vill hækka framlög til loftslagsmála, háskóla, öryrkja, aldraðra, háskóla og framhaldsskóla. Á móti er lagt til að auðlindagjald, fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur hækki. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti í dag fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Í ræðu sinni gagnrýndi Ágúst forgangsröðun ríkisstjórnarinnar nú þegar kreppir að. Það væri ekki rétt að láta „höggin dynja á öryrkjum skólum, sjúkrahúsum, umhverfismálum, nýsköpun og þróunarsamvinnu.“ Í ræðunni gagnrýndi hann harðlega að ríkisstjórnin hygðist draga úr fjármunum til ýmissa málefnasviða velferðarkerfisins á milli umræðna. Eftir ítrekuð framíköll um að enginn niðurskurður væri í kortunum fann Ágúst Ólafur sig knúinn til að undirstrika að hann væri að gagnrýna lækkuð framlög „miðað við framlagða fjármálaáætlun frá því í mars“ en ekki heildarlækkun til málefnasviða. Hann sakaði stjórnarliða um að reyna að drepa umræðunni á dreif með tali um orðalag. Hann væri margsinnis búinn að koma því til skila að hann væri að tala um lækkun á fyrirhugaðri hækkun til málefnasviða. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að það væri forkastanlegt af Ágústi að „stagast hérna í sífellu á því að fjármálaáætlun til næstu ára feli í sér mikinn niðurskurð til hinna ýmsu málefnasviða þegar því er einmitt öfugt farið.“Óli Björn Kárason, sagðist fyllast depurð yfir því að þurfa að sitja undir ræðu háttvirts þingmanns Ágústar Ólafs Ágústssonar.Fréttablaðið/ErnirSvartnætti og depurð Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig í pontu þungur á brún. „Maður eiginlega fyllist depurð og svartnættið einhvern veginn grípur huga manns þegar maður situr undir ræðu háttvirts þingmanns. Ég skil núna af hverju háttvirtur þingmaður ákvað að bregðast trausti samnefndarmanna sinna í fjárlaganefnd og nýta sér upplýsingar í pólitískum tilgangi til að vekja upp ótta hjá þeim sem síst á að gera, hjá öldruðum og öryrkjum. Það er ekki til að hreykja sér af.“ Með ummælum sínum vísar Óli Björn til orða Willums Þórs Þórssonar, formanns fjárlaganefndar, sem í Kastljósþætti gærkvöldsins sakaði Ágúst um að hafa gengið á trúnað með því að greina frá tillögum að breyttri fjármálaáætlun. „Hér er allt gert til að vekja upp ótta og áhyggjur hjá almenningi og ekki síst þeim sem háttvirtur þingmaður talar hér fjálglega um að hann beri hvað mest fyrir brjósti, það er ekki stórmannlegt. Allt til að fella pólitískar keilur. Allt til að gefa í skyn að það sem verið er að gera sé þvert á það sem í raun er að gerast. Hér er verið að auka útgjöld ríkisins til velferðarmála mjög mikið. Hér er ekki niðurskurður en það er kannski rétt að útgjaldaaukningin er ekki jafn mikil og áætlað var.“ Þvertekur fyrir að hafa brotið trúnað Ágúst Ólafur sagðist þá sjaldan hafa heyrt aðra eins þvælu. „Hér talar háttvirtur ráðherra um að ég hafi brugðist einhverju trausti gagnvart breytingartillögum ríkisstjórnarinnar sem voru lagðar fram á fundi fjárlaganefndar og formaður fjárlaganefndar að var enginn trúnaður á að ég megi ekki tala um þær? Eigum við að taka hljóðið af hérna í þessum sal á meðan við ræðum þetta? Vill háttvirtur þingmaður gera það líka? Eigum við ekki að ræða það þegar ríkisstjórn háttvirts þingmanns kemur hér með tillögu um að lækka ríkisútgjöld milli umræða um 43 milljarða, um 43 milljarða? Eigum við ekki að ræða það? Var ég að ganga á rétt ríkisstjórnarinnar? Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur sem við áttum ekki að ræða?“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Fbl/EyþórSpurði hvort Ágúst hefði lesið söguna Úlfur, Úlfur Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Bjarna og Óla Birni og sagðist velta því fyrir sér hvort Ágúst Ólafur hefði lesið söguna Úlfur, úlfur. „Frá því að þessi ríkisstjórn tók við hefur í hvert einasta skipti sem eitthvað hefur verið tilkynnt hér um í fjármálum hefur hann staðið hér í pontu með miklum tilþrifum og útmálað hversu ömurlega sé að öllu staðið og hversu allt væri betra ef hann sjálfur og hans flokkur væri við völd.“ Kolbeinn sakaði Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning. „Ég held að háttvirtur þingmaður viti vel hvað orðið niðurskurður þýðir og ég held hann viti líka hvað fylgir því orði í umræðu um fjármál. Að leyfa sér að tala um það að þetta boði niðurskurð, það er ósanngjarn útúrsnúningur, háttvirtur forseti.“ Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif. Í nefndarálitinu kom fram sýn Samfylkingarinnar til fjármálaáætlunar frá árinu 2020-2024. Þingflokkurinn vill hækka framlög til loftslagsmála, háskóla, öryrkja, aldraðra, háskóla og framhaldsskóla. Á móti er lagt til að auðlindagjald, fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur hækki. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti í dag fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Í ræðu sinni gagnrýndi Ágúst forgangsröðun ríkisstjórnarinnar nú þegar kreppir að. Það væri ekki rétt að láta „höggin dynja á öryrkjum skólum, sjúkrahúsum, umhverfismálum, nýsköpun og þróunarsamvinnu.“ Í ræðunni gagnrýndi hann harðlega að ríkisstjórnin hygðist draga úr fjármunum til ýmissa málefnasviða velferðarkerfisins á milli umræðna. Eftir ítrekuð framíköll um að enginn niðurskurður væri í kortunum fann Ágúst Ólafur sig knúinn til að undirstrika að hann væri að gagnrýna lækkuð framlög „miðað við framlagða fjármálaáætlun frá því í mars“ en ekki heildarlækkun til málefnasviða. Hann sakaði stjórnarliða um að reyna að drepa umræðunni á dreif með tali um orðalag. Hann væri margsinnis búinn að koma því til skila að hann væri að tala um lækkun á fyrirhugaðri hækkun til málefnasviða. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að það væri forkastanlegt af Ágústi að „stagast hérna í sífellu á því að fjármálaáætlun til næstu ára feli í sér mikinn niðurskurð til hinna ýmsu málefnasviða þegar því er einmitt öfugt farið.“Óli Björn Kárason, sagðist fyllast depurð yfir því að þurfa að sitja undir ræðu háttvirts þingmanns Ágústar Ólafs Ágústssonar.Fréttablaðið/ErnirSvartnætti og depurð Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig í pontu þungur á brún. „Maður eiginlega fyllist depurð og svartnættið einhvern veginn grípur huga manns þegar maður situr undir ræðu háttvirts þingmanns. Ég skil núna af hverju háttvirtur þingmaður ákvað að bregðast trausti samnefndarmanna sinna í fjárlaganefnd og nýta sér upplýsingar í pólitískum tilgangi til að vekja upp ótta hjá þeim sem síst á að gera, hjá öldruðum og öryrkjum. Það er ekki til að hreykja sér af.“ Með ummælum sínum vísar Óli Björn til orða Willums Þórs Þórssonar, formanns fjárlaganefndar, sem í Kastljósþætti gærkvöldsins sakaði Ágúst um að hafa gengið á trúnað með því að greina frá tillögum að breyttri fjármálaáætlun. „Hér er allt gert til að vekja upp ótta og áhyggjur hjá almenningi og ekki síst þeim sem háttvirtur þingmaður talar hér fjálglega um að hann beri hvað mest fyrir brjósti, það er ekki stórmannlegt. Allt til að fella pólitískar keilur. Allt til að gefa í skyn að það sem verið er að gera sé þvert á það sem í raun er að gerast. Hér er verið að auka útgjöld ríkisins til velferðarmála mjög mikið. Hér er ekki niðurskurður en það er kannski rétt að útgjaldaaukningin er ekki jafn mikil og áætlað var.“ Þvertekur fyrir að hafa brotið trúnað Ágúst Ólafur sagðist þá sjaldan hafa heyrt aðra eins þvælu. „Hér talar háttvirtur ráðherra um að ég hafi brugðist einhverju trausti gagnvart breytingartillögum ríkisstjórnarinnar sem voru lagðar fram á fundi fjárlaganefndar og formaður fjárlaganefndar að var enginn trúnaður á að ég megi ekki tala um þær? Eigum við að taka hljóðið af hérna í þessum sal á meðan við ræðum þetta? Vill háttvirtur þingmaður gera það líka? Eigum við ekki að ræða það þegar ríkisstjórn háttvirts þingmanns kemur hér með tillögu um að lækka ríkisútgjöld milli umræða um 43 milljarða, um 43 milljarða? Eigum við ekki að ræða það? Var ég að ganga á rétt ríkisstjórnarinnar? Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur sem við áttum ekki að ræða?“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Fbl/EyþórSpurði hvort Ágúst hefði lesið söguna Úlfur, Úlfur Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Bjarna og Óla Birni og sagðist velta því fyrir sér hvort Ágúst Ólafur hefði lesið söguna Úlfur, úlfur. „Frá því að þessi ríkisstjórn tók við hefur í hvert einasta skipti sem eitthvað hefur verið tilkynnt hér um í fjármálum hefur hann staðið hér í pontu með miklum tilþrifum og útmálað hversu ömurlega sé að öllu staðið og hversu allt væri betra ef hann sjálfur og hans flokkur væri við völd.“ Kolbeinn sakaði Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning. „Ég held að háttvirtur þingmaður viti vel hvað orðið niðurskurður þýðir og ég held hann viti líka hvað fylgir því orði í umræðu um fjármál. Að leyfa sér að tala um það að þetta boði niðurskurð, það er ósanngjarn útúrsnúningur, háttvirtur forseti.“
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12
Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59