Fjölda mála dagaði uppi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. vísir/vilhelm Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59
Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00
Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30