Einkaneysla minnkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 16:30 Það sést meðal annars samdráttur í matvöruverslun í gögnum Meniga. vísir/hanna Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017. Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017.
Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira