Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 10:30 Bandaríkin fagnar marki fyrr í mótinu. vísir/getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira