24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2019 07:00 Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira