Hefja söfnun til að koma Sayed og fánanum risastóra til landsins fyrir Frakkaleikinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 12:00 Mynd/Mohammad Sayed Majumder Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning: EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira
Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira