Hefja söfnun til að koma Sayed og fánanum risastóra til landsins fyrir Frakkaleikinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 12:00 Mynd/Mohammad Sayed Majumder Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning: EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira