Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2019 18:30 Þeir kalla sig Giljagaura, þeir Þráinn Sigurðsson og Samúel Alexandersson, eigendur Zip-line. stöð 2 Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira