Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 23:50 Trump hefur gefið löggjafanum tveggja vikna frest til að leysa vandann. AP Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira