Fá rafmagnið úr bæjarlæknum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2019 20:06 Hjónin í Fagradal, Ragnhildur Jónsdóttir og Jónas Erlendsson, eru með rafstöð sem fær orku úr bæjarlæknum. stöð 2 Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas. Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas.
Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira