Helminguðu miskabætur til hjóna sem grunuð voru um íkveikju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:07 Fjórir voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins um tíma. Tvö þeirra hafa nú sótt sér bætur. Vísir/Heiða Hjón sem grunuð voru um íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði í nóvember 2016 fá eina milljóna króna hvort í miskabætur frá íslenska ríkinu. Þau voru hvort um sig úrskurðuð í gæsluvarðhald við rannsókn málsins auk þess sem leitað var í fyrirtækjum og fasteignum í þeirra leigu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ríkið til að greiða þeim tvær milljónir króna á mann en bótakrafa þeirra hljóðaði upp á sex milljónir króna. Landsréttur lækkaði upphæðina í eina milljón króna á mann. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Öll fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í héraði en Hæstiréttur felldi síðar úrskurðinn úr gildi. Þau höfðu þá verið í varðhaldi í fjóra daga. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Rökstuddur grunur um aðild fólksins lægi ekki fyrir. Lögregla vísaði til nafnlausra vitna í kröfu sinni um gæsluvarðhald. Hjónin voru handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni sem slíkri en taldi hana of langt úr hófi. Karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur en Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón á mann. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Hjón sem grunuð voru um íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði í nóvember 2016 fá eina milljóna króna hvort í miskabætur frá íslenska ríkinu. Þau voru hvort um sig úrskurðuð í gæsluvarðhald við rannsókn málsins auk þess sem leitað var í fyrirtækjum og fasteignum í þeirra leigu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ríkið til að greiða þeim tvær milljónir króna á mann en bótakrafa þeirra hljóðaði upp á sex milljónir króna. Landsréttur lækkaði upphæðina í eina milljón króna á mann. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Öll fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í héraði en Hæstiréttur felldi síðar úrskurðinn úr gildi. Þau höfðu þá verið í varðhaldi í fjóra daga. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Rökstuddur grunur um aðild fólksins lægi ekki fyrir. Lögregla vísaði til nafnlausra vitna í kröfu sinni um gæsluvarðhald. Hjónin voru handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni sem slíkri en taldi hana of langt úr hófi. Karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur en Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón á mann.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira