Segir námsárangur nemenda aukast ef skólahaldi yrði seinkað Sylvía Hall skrifar 24. júní 2019 20:09 Skólameistari FB segir það hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar að seinka skólahaldi. Mynd/Getty Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00