Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:16 Áfengi er þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap í sól og hita eins og verður á meginlandinu næstu daga. Vísir Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39