Sviptur lækningaleyfi eftir að hafa notað eigið sæði við tæknisæðingar í áratugi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 22:38 Eitt fórnarlambanna segist hafa komist í kynni við fimmtán hálfsystkini sín. Vísir/Getty Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans. Kanada Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans.
Kanada Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira