Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2019 07:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira