Pilturinn dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir morðið á Sunnivu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 08:14 Sunniva Ødegård . Mynd/Norska lögreglan Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug. Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug.
Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55
Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent