Pilturinn dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir morðið á Sunnivu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 08:14 Sunniva Ødegård . Mynd/Norska lögreglan Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug. Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug.
Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55
Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54