„Ótækt“ að pólitísk öfl hafi lokaorðið um niðurstöðu hugsanlegra brota Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2019 15:49 Fyrsti varaforseti Alþingis gagnrýnir að forsætisnefndin sé milliliður siðanefndar Alþingis. FBL/Ernir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52