Pedro: Jólin eru í desember Einar Kárason skrifar 26. júní 2019 20:59 Pedro Hipolito er þjálfari ÍBV. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagði að sínir menn þurfa að fara hætta að gefa mörk og átta sig á því að jólin séu í desember, en ekki um mitt sumar. Þetta sagði Portúgalinn eftir 3-2 tap gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum þar sem ÍBV var með 2-0 forystu í hálfleik. „Ég er mjög svekktur. Allir hljóta að vera svekktir,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við skorum 2 mörk í fyrri hálfleik og byrjun þann síðari vel. Þeir skapa ekki færi í síðari hálfleik en skora 3 mörk. Þetta er saga okkar þetta sumarið. Við spilum vel og stöndum jafnir gegn öllum liðum en bjóðum þeim að skora. Þetta var eins gegn Blikum. Ég sagði við þá í hálfleik að brjóta ekki, engar heimskulegar tæklingar, engin heimskuleg brot. En, sástu fyrstu 2 mörkin?” „Við stoppum mjög gott lið frá því að spila. Þeir ná ekki að byggja upp eins og þeir vilja, en við gefum þeim mörk. Við erum fáliðaðir með takmarkaða möguleika. Miðjumennirnir okkar verða þreyttir og þá varð þetta erfitt. „En þegar við gerum svona mistök viljum við ekkert úr leiknum. Það er mitt mat. Ef við tökum burt mörkin þeirra þá spiluðum við betur, en við töpuðum leiknum. Það eru einstaklingsmistök þarna. Það koma slæm augnablik í leiknum en annað hvort lærum við af þeim eða gefumst upp. Vonandi viljum við bæta okkur.” „Leik eftir leik sýnum við gæði. Leik eftir leik gefum við mörk. Það eru ekki jól. Jólin eru í desember. Í öllum okkar leikjum eru jól. Við gefum mörk. Við verðum að hætta því. Það er ekki hægt að skora 2 mörk og tapa leikjum. Við höfum ekki efni á að gefa 2-3 mörk í leik. Þetta eru einstaklingsmistök sem við verðum að laga.” Eyjamenn hafa ekki haft margar ástæður til að fagna upp á síðkastið og hafa úrslitin ekki verið þeim í dag. Spurður að því hvort þetta væri sálrænt og að pressan væri að segja til sín svaraði Pedro: „Pressa? Hvaða pressa? Við lifum góðu lífi og fáum borgað fyrir að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Hvaða pressa? Hver einasti leikur er tækifæri til að breyta aðstæðum.” „Ef mönnum líkar illa við að spila undir pressu þá skaltu hætta. Gefstu upp. Við finnum ekki fyrir þessari pressu,” sagði Pedro að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagði að sínir menn þurfa að fara hætta að gefa mörk og átta sig á því að jólin séu í desember, en ekki um mitt sumar. Þetta sagði Portúgalinn eftir 3-2 tap gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum þar sem ÍBV var með 2-0 forystu í hálfleik. „Ég er mjög svekktur. Allir hljóta að vera svekktir,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við skorum 2 mörk í fyrri hálfleik og byrjun þann síðari vel. Þeir skapa ekki færi í síðari hálfleik en skora 3 mörk. Þetta er saga okkar þetta sumarið. Við spilum vel og stöndum jafnir gegn öllum liðum en bjóðum þeim að skora. Þetta var eins gegn Blikum. Ég sagði við þá í hálfleik að brjóta ekki, engar heimskulegar tæklingar, engin heimskuleg brot. En, sástu fyrstu 2 mörkin?” „Við stoppum mjög gott lið frá því að spila. Þeir ná ekki að byggja upp eins og þeir vilja, en við gefum þeim mörk. Við erum fáliðaðir með takmarkaða möguleika. Miðjumennirnir okkar verða þreyttir og þá varð þetta erfitt. „En þegar við gerum svona mistök viljum við ekkert úr leiknum. Það er mitt mat. Ef við tökum burt mörkin þeirra þá spiluðum við betur, en við töpuðum leiknum. Það eru einstaklingsmistök þarna. Það koma slæm augnablik í leiknum en annað hvort lærum við af þeim eða gefumst upp. Vonandi viljum við bæta okkur.” „Leik eftir leik sýnum við gæði. Leik eftir leik gefum við mörk. Það eru ekki jól. Jólin eru í desember. Í öllum okkar leikjum eru jól. Við gefum mörk. Við verðum að hætta því. Það er ekki hægt að skora 2 mörk og tapa leikjum. Við höfum ekki efni á að gefa 2-3 mörk í leik. Þetta eru einstaklingsmistök sem við verðum að laga.” Eyjamenn hafa ekki haft margar ástæður til að fagna upp á síðkastið og hafa úrslitin ekki verið þeim í dag. Spurður að því hvort þetta væri sálrænt og að pressan væri að segja til sín svaraði Pedro: „Pressa? Hvaða pressa? Við lifum góðu lífi og fáum borgað fyrir að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Hvaða pressa? Hver einasti leikur er tækifæri til að breyta aðstæðum.” „Ef mönnum líkar illa við að spila undir pressu þá skaltu hætta. Gefstu upp. Við finnum ekki fyrir þessari pressu,” sagði Pedro að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30