Sex ár fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2019 09:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15
Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00
Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00