Sex ár fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2019 09:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15
Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00
Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00