Krakkarnir úr Stranger Things hræddu líftóruna úr grunlausum aðdáendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 09:30 Ljóst er að mörgum hefði brugðið við hrekk sem þennan. YouTube/Skjáskot Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira