Fótbolti

Rekinn út landsliðinu á miðju móti en fær að koma aftur tveimur dögum síðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amr Warda í leik með egypska landsliðinu.
Amr Warda í leik með egypska landsliðinu. Getty/Ulrik Pedersen
Amr Warda fær að koma aftur til móts við egypska knattspyrnulandsliðið sem stendur nú í stórræðum í Afríkukeppni landsliða.

Amr Warda var rekinn úr egypska landsliðinu fyrir aðeins tveimur dögum vegna brots á reglum liðsins. Agabannið kom til vegna notkunar hans á samfélagsmiðlum.

Samskipti hans við fjölda kvenna á samfélagsmiðlum voru gerð opinber og í framhaldinu var Warda rekinn úr landsliðinu. Nú aðeins tveimur dögum síðar er búið að stytta bannið og hann fær að koma til baka.

Amr Warda missir af leiknum á móti Austur-Kongó á sunnudaginn, sem er lokaleikur liðsins í riðlakeppninni, en hann fær að vera með í útsláttarkeppninni.

Hinn 25 ára gamli Amr Warda spilar með Sverri Inga Ingasyni hjá PAOK í Grikklandi.





Amr Warda bað fjölskyldu, vini og liðsfélaga afsökunar í myndbandi á Twitter. Áður hafði MohamedSalah skrifað um það á sama miðli að menn ættu að fái annað tækifæri.

Hani AbuReda, forseti egypska knattspyrnusambandsins, hitti leikmenn og starfsmenn liðsins á fimmtudaginn og var með íþróttamálaráðherrann DrAshrafSubhi með í för. Þar fóru menn yfir málið og í ljós kom að leikmenn liðsins vildu að Amr Warda fengi annað tækifærið.

Í yfirlýsingu frá egypska knattspyrnusambandinu kemur fram að leikmenn landsliðsins hefðu barist fyrir því að bann Amr Warda yrði dregið til baka og á endanum var það stytt niður í einn leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×