Gyða Mjöll Ingólfsdóttir hefur verið ráðin fagsviðsstjóri hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu er greint frá því að Gyða er með M.Sc. í umhverfisverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Þar voru sérsvið hennar vatns- og fráveitur.
Áður starfaði hún hjá verkfræðistofunni EFLU sem verkefnastjóri á Umhverfissviði en Gyða Mjöll kom til starfa hjá Samorku í maí.
Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna. Eins og segir á vef Samorku starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku innan samtakanna. Ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti eru auk þess aukaaðilar að Samorku.
Frá Eflu til Samorku
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent