Innlent

Starfsmaður óskaði eftir aðstoð vegna kynferðislegrar áreitni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur fann sig knúinn til að óska eftir aðstoð lögreglu vegna manns í versluninni sem hafði í frammi kynferðislega áreitni. Þegar lögregla mætti í umrædda verslun var maðurinn farinn.
Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur fann sig knúinn til að óska eftir aðstoð lögreglu vegna manns í versluninni sem hafði í frammi kynferðislega áreitni. Þegar lögregla mætti í umrædda verslun var maðurinn farinn. Vísir/Vilhelm
Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur fann sig knúinn til að óska eftir aðstoð lögreglu vegna manns í versluninni sem hafði í frammi kynferðislega áreitni. Þegar lögregla mætti í umrædda verslun var maðurinn farinn. Hann fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit lögreglu í hverfinu.

Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun var kvartað yfir ónæði vegna manns sem stóð á öskrinu í miðbænum. Lögreglan hafði afskipti af manninum sem reyndist vera í annarlegu ástandi. Hann sagðist vera að öskra því hann væri svo ósáttur við ókurteist fólk í blokkinni. Eftir að hafa rætt við lögreglu samþykkti hann að hætta að öskra.

Innbrot í Breiðholtinu

Klukkan 05:18 var óskað eftir skjótri aðstoð lögreglu í Breiðholtinu vegna húsbrots, hótana og líkamsárásar. Gerandi var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka þolanda.

 

Líkamsárás í Grafarholtinu

Laust fyrir klukkan hálf níu í morgun var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Grafarholtinu. Gerandi var handtekinn strax á vettvangi og vistaður í fangageymslu.

 

Innbrot í Hlíðunum

Frá klukkan 09:39 til 10:27 var í þrígang tilkynnt um innbrot í Hlíðunum.

Fyrst var lögreglu tilkynnt um innbrot í hjólhýsi og næst var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið. Ýmis verðmæti á borð við fartölvu og heyrnartól voru tekin. Loks var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í bifreið í sama hverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×