Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:10 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir íslenska landsliðið hafa farið í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi. Vísir/Getty/Vilhelm Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi Knattspyrnusambands Íslands, segir ummæli tyrknesku landsliðsmannanna um lengd á öryggisleit og vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli stórlega ýkt. Tyrknesku landsliðsmennirnir sögðu í viðtali við fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli að þeir hefðu þurft að undirgangast þriggja tíma ferli við komuna til landsins þar sem leitað var ítarlega og endurtekið í farangri þeirra.Sögðu landsliðsmennirnir að þetta væri óásættanlegt og var utanríkisráðherra Tyrkja þeim sammála. Hefur Víðir rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáðu honum að rétt rúmar tvær klukkustundir hefðu liðið frá því vél tyrkneska landsliðsins lenti á Keflavíkurflugvelli og þar til liðið var komið á hótel í Reykjavík. Segir Víðir að rétt rúmur klukkutími hafi liðið frá því liðið fór úr flugvélinni og þar til það var komið upp í rútuna sem flutti það til Reykjavíkur.Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GettyÞegar íslenska liðið lék gegn því tyrkneska í Tyrklandi fyrir um tveimur árum biðu sömu móttökur þegar íslenska liðið sneri aftur heim til Íslands. Er það vegna þess að flugvöllurinn í tyrknesku borginni er ekki vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum og þurfa því farþegar sem koma þaðan, að sögn Víðis, að fara í gegnum ítarlegri öryggisleit og vegabréfaeftirlit. „Þegar við komum heim frá Tyrklandi þá fórum við í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Sennilega nákvæmlega eins og þeir. Eftir því sem ég best veit virðist þetta ekki hafa verið óeðlilegt,“ segir Víði. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hafa brugðist ókvæða við vegna þessarar framkomu í garð leikmanna, sér í lag vegna þess að óþekktur maður ákvað að blanda sér í hóp fjölmiðlamanna og rétt þvottabursta í andlit fyrirliða liðsins, Emre Belözoğlu. Hafa tyrknesku stuðningsmennirnir herjað á íslenska íþróttafréttamenn því stuðningsmennirnir héldu að þeir bæru ábyrgð á þvottaburstaatvikinu. Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Víðir segir þessi viðbrögð stuðningsmanna tyrkneska landsliðsins afar skrýtin en kalli þó ekki á aukna gæslu á Laugardalsvelli þegar leikur liðanna fer fram á morgun. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um neitt svoleiðis. Við erum bara með venjulegum undirbúning eins og er allavega og erum að fara að hitta fulltrúa tyrkneska sambandsins til að fara yfir málin á eftir sem er hefðbundið daginn fyrir leik og höfum ekki fengið sérstakar óskir frá þeim.“ Víðir segir 200 tyrkneska stuðningsmenn væntanlega á leikinn, sem sé svipaður fjöldi og þegar tyrkneska liðið lék síðast á Laugardalsvelli. Víðir segir 140 gæslumenn, úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, standa vaktina á Laugardalsvelli sem sé sami fjöldi og þegar íslenska liðið lék gegn því albanska á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi Knattspyrnusambands Íslands, segir ummæli tyrknesku landsliðsmannanna um lengd á öryggisleit og vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli stórlega ýkt. Tyrknesku landsliðsmennirnir sögðu í viðtali við fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli að þeir hefðu þurft að undirgangast þriggja tíma ferli við komuna til landsins þar sem leitað var ítarlega og endurtekið í farangri þeirra.Sögðu landsliðsmennirnir að þetta væri óásættanlegt og var utanríkisráðherra Tyrkja þeim sammála. Hefur Víðir rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáðu honum að rétt rúmar tvær klukkustundir hefðu liðið frá því vél tyrkneska landsliðsins lenti á Keflavíkurflugvelli og þar til liðið var komið á hótel í Reykjavík. Segir Víðir að rétt rúmur klukkutími hafi liðið frá því liðið fór úr flugvélinni og þar til það var komið upp í rútuna sem flutti það til Reykjavíkur.Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GettyÞegar íslenska liðið lék gegn því tyrkneska í Tyrklandi fyrir um tveimur árum biðu sömu móttökur þegar íslenska liðið sneri aftur heim til Íslands. Er það vegna þess að flugvöllurinn í tyrknesku borginni er ekki vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum og þurfa því farþegar sem koma þaðan, að sögn Víðis, að fara í gegnum ítarlegri öryggisleit og vegabréfaeftirlit. „Þegar við komum heim frá Tyrklandi þá fórum við í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Sennilega nákvæmlega eins og þeir. Eftir því sem ég best veit virðist þetta ekki hafa verið óeðlilegt,“ segir Víði. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hafa brugðist ókvæða við vegna þessarar framkomu í garð leikmanna, sér í lag vegna þess að óþekktur maður ákvað að blanda sér í hóp fjölmiðlamanna og rétt þvottabursta í andlit fyrirliða liðsins, Emre Belözoğlu. Hafa tyrknesku stuðningsmennirnir herjað á íslenska íþróttafréttamenn því stuðningsmennirnir héldu að þeir bæru ábyrgð á þvottaburstaatvikinu. Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Víðir segir þessi viðbrögð stuðningsmanna tyrkneska landsliðsins afar skrýtin en kalli þó ekki á aukna gæslu á Laugardalsvelli þegar leikur liðanna fer fram á morgun. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um neitt svoleiðis. Við erum bara með venjulegum undirbúning eins og er allavega og erum að fara að hitta fulltrúa tyrkneska sambandsins til að fara yfir málin á eftir sem er hefðbundið daginn fyrir leik og höfum ekki fengið sérstakar óskir frá þeim.“ Víðir segir 200 tyrkneska stuðningsmenn væntanlega á leikinn, sem sé svipaður fjöldi og þegar tyrkneska liðið lék síðast á Laugardalsvelli. Víðir segir 140 gæslumenn, úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, standa vaktina á Laugardalsvelli sem sé sami fjöldi og þegar íslenska liðið lék gegn því albanska á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54
Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum. 10. júní 2019 10:45
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18