Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 10:18 Ónefndi maðurinn með uppþvottaburstann er ekki Benedikt Grétarsson. Twitter Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf. Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf.
Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent