Bandarísk yfirvöld óskuðu eftir því að réttarbeiðni hér á landi yrði hraðað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 19:00 Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2 WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07